Gömlu samherjarnir mætast ekki

Thierry Henry og Patrick Vieira.
Thierry Henry og Patrick Vieira. AFP

Thierry Henry og Patrick Vieira, gömlu samherjarnir hjá Arsenal og franska landsliðinu, munu ekki leiða saman hesta sína á laugardaginn.

Henry er þjálfari Mónakó og Vieira er við stjórnvölinn hjá Nice en franska knattspyrnusambandið hefur frestað viðureign liðanna sem áttu að mætast á heimavelli Mónakó, Stade Louis II, um komandi helgi.

Frestunin er tilkomin vegna þeirra miklu mótmæla sem hafa verið í gangi í Frakklandi síðustu dagana en áður hafði verið búið að fresta leikjum Paris SG og Montpellier og Lyon og Toulouse.

mbl.is