Gunnhildur og Fanndís enn taplausar

Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í Adelaide.
Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í Adelaide. Ljósmynd/@AUFC Women

Adelaide United, sem landsliðskonurnar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir leika með, gerði í morgun 2:2 jafntefli við Perth Glory, í áströlsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Adelaide United er því enn taplaust eftir fimm umferðir í deildinni en liðið er í 2.-3. sæti ásamt Perth Glory með 9 stig.

Gunnhildur Yrsa lék allan tímann á miðjunni en Fannndís, sem lék á kantinum, var tekin af velli eftir fyrri hálfleikinn. Adelaide United, sem lék á heimavelli, lék manni fleiri síðasta hálftíma leiksins og tókst að jafna metin þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.

mbl.is