Sara númer 31 í heiminum

Sara Björk Gunnarsdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir í leik Wolfsburg …
Sara Björk Gunnarsdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir í leik Wolfsburg og Þórs/KA í Meistaradeild Evrópu í haust. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu er í 31. sæti yfir bestu knattspyrnukonur ársins í heiminum árið 2018.

Þetta er niðurstaðan í kosningu The Guardian á Englandi sem fékk íþróttafréttamenn, fyrrverandi og núverandi leikmenn og þjálfara víðs vegar að úr heiminum til að greiða atkvæði og finna þannig út 100 bestu knattspyrnukonur heims á þessu ári. Í þeim hópi er Ana Cate, leikmaður HK/Víkings, sem hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár, en hún er landsliðskona Níkaragúa.

Guardian hefur undanfarna tvo daga birt hluta af listanum, fyrst frá 100 og niður í 70, þá frá 41 og upp í 70, og fyrir stundu var birt hverjar hefðu endað í 11. til 40. sæti í kosningunni. Á morgun kemur í ljós hverjar enduðu í tíu efstu sætunum.

Sara er í stóru hlutverki hjá Wolfsburg sem varð bæði þýskur meistari og bikarmeistari í ár og tapaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor í framlengdum leik gegn Lyon. Fyrir ári síðan hafnaði hún í 43. sæti í sömu kosningu hjá Guardian.

Í sætum 11 til 40 eru eftirtaldar knattspyrnukonur:

11. Dzsenifer Marozsán, Þýskaland og Lyon
12. Lindsey Horan, Bandaríkin og Portland thorns
13. Fran Kirby, England og Chelsea
14. Marta, Brasilía og Orlando Pride
15. Vivianne Miedema, Holland og Arsenal
16. Christine Sinclair, Kanada og Portland Thorns
17. Ramona Bachmann, Sviss og Chelsea
18. Saki Kumagai, Japan og Lyon
19. Alexandra Popp, Þýskaland og Wolfsburg
20. Caroline Graham Hansen, Noregur og Wolfsburg
21. Crystal Dunn, Bandaríkin og North Carolina Courage
22. Amel Majri, Frakkland og Lyon
23. Kim Little, Skotland og Arsenal
24. Jordan Nobbs, England og Arsenal
25. Tobin Heath, Bandaríkin og Portland Thorns
26. Nilla Fischer, Svíþjóð og Wolfsburg
27. Ewa Pajor, Pólland og Wolfsburg
28. Jess Fishlock, Wales og Lyon
29. Daniëlle van de Donk, Holland og Arsenal
30. Shanice van de Sanden, Holland og Lyon
31. Sara Björk Gunnarsdóttir, Ísland og Wolfsburg
32. Julie Ertz, Bandaríkin og Chicago Red Stars
33. Jackie Groenen, Holland og Frankfurt
34. Nadia Nadim, Danmörk og Manchester City
35. Becky Sauerbrunn, Bandaríkin og Utah Royals
36. Jodie Taylor, England og Seattle Reign
37. Steph Houghton, England og Manchester City
38. Sara Däbritz, Þýskaland og Bayern München
39. Maren Mjelde, Noregur og Chelsea
40. Anja Mittag, Þýskaland og Rosengård

Listi Guardian í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert