Skipta um þjálfara í þriðja sinn á tímabilinu

Cesare Prandelli er tekinn við liði Genoa.
Cesare Prandelli er tekinn við liði Genoa. AFP

Það gengur mikið á í herbúðum ítalska knattspyrnuliðsins Genoa en liðið er að fá sinn þriðja þjálfara á tímabilinu.

Ivan Juric hefur verið látinn taka poka sinn í kjölfar taps Genoa gegn C-deildarliðinu Virtus Entella í gærkvöld og verður Cesare Prandelli, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, ráðinn í hans stað en undir hans stjórn höfnuðu Ítalir í þriðja sæti á EM 2012. Hann verður kynntur til leiks á morgun þegar hann stýrir liði Genoa gegn SPAL.

Prandelli var landsliðsþjálfari Ítalíu á árunum 2010-14. Hann var þjálfari Fiorentina frá 2005-15 en hefur einnig þjálfað Atalanta, Lecce, Verona, Venezia, Parma, Roma, Galatasaray, Valencia og Al-Nasr. 

Juric tók við liði Genoa í október og það í þriðja skipti eftir að Davide Ballardini var rekinn frá félaginu. Genoa er í 14. sæti ítölsku A-deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert