Alfreð snéri aftur í framlínuna

Alfreð Finnbogason lék með Augsburg í dag.
Alfreð Finnbogason lék með Augsburg í dag. AFP

Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik síðan 10. nóvember er hann var í byrjunarliði Augsburg gegn Leverkusen á útivelli í efstu deild þýska fótboltans í dag. Alfreð og félagar þurftu að sætta sig við 0:1-tap. 

Framherjinn lék fyrstu 62 mínúturnar og var svo tekinn af velli. Alfreð átti að vera í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Belgum í Þjóðadeildinni um miðjan nóvember, en hann meiddist í upphitun og hefur verið frá keppni síðan. 

Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 13 stig eftir 14 leiki. Liðið er búið að tapa síðustu fjórum leikjum sínum og ekki unnið deildarleik síðan 27. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert