Dregið í HM-riðlana í dag

Dagný Brynjarsdóttir í slag við tvær af sterkustu spilurum Frakklands, …
Dagný Brynjarsdóttir í slag við tvær af sterkustu spilurum Frakklands, varnarjaxlinn Wendie Renard (3) og framherjinn Eugenie Le Sommer (l.t.v.)

Síðdegis í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi dagana 7. júní til 7. júlí næsta sumar.

Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn voru tilkynntir í gær, um leið og heimslisti FIFA var birtur, og þar er athyglisverðast að Evrópumeistarar Hollands, sem komust á HM í gegnum umspil, eru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Á HM 2019 leika 24 þjóðir sem verður skipt í sex riðla og ein þjóð verður dregin úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Flokkarnir eru þannig skipaðir, sæti á heimslistanum í sviga, en til samanburðar er Ísland er í 22. sæti á listanum:

1. flokkur: Bandaríkin (1), Þýskaland (2), Frakkland (3), England (4), Kanada (5), Ástralía (6).

2. flokkur: Holland (7), Japan (8), Svíþjóð (9), Brasilía (10), Spánn (12), Noregur (13).

3. flokkur: Norður-Kórea (11), Kína (15), Ítalía (16), Nýja-Sjáland (19), Skotland (20), Taíland (29).

4. flokkur: Argentína (36), Síle (38), Nígería (39), Kamerún (46), Suður-Afríka (48), Jamaíka (53). vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert