Fjölmennt og fjörugt á Tommadeginum

Tommadagurinn í Egilshöll. Tómas Ingi Tómasson og margar af helstu ...
Tommadagurinn í Egilshöll. Tómas Ingi Tómasson og margar af helstu knattspyrnukempum Íslands voru með í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Tommadagurinn var haldinn hátíðlegur í Egilshöllinni í dag fyrir Tómas Inga Tómasson, yfirþjálfara yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfara 21 árs landsliðs Íslands, sem hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015.

Skemmtileg dagskrá hófst strax í morgun og lauk svo með úrslitaleik Tommamótsins þar sem landslið Eyjólfs Sverrissonar hafði betur gegn pressuliði Rúnars Kristinssonar, 4:1. Fjölmargir lögðu leið sína á völlinn til að taka þátt og leggja þessu frábæra framtaki lið en margar af helstu kempum knattspyrnunnar tóku þátt.

Tómas bíður nú eftir að komast í aðgerð í Þýskalandi eftir að hafa farið í fjórar aðgerðir hér heima án árangurs en allur ágóðinn af Tommadeginum rennur honum og fjölskyldu til styrktar.

Eiður Smári Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson, tveir af ástsælustu knattspyrnumönnum ...
Eiður Smári Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson, tveir af ástsælustu knattspyrnumönnum Íslands, fyrr og síðar. mbl.is/Árni Sæberg
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tognaði undir lok leiks.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tognaði undir lok leiks. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is