Heimir var á leik Al Arabi í gær

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, var í stúkunni í Katar í gærkvöldi þar sem Al Arabi mætti Umm Salal í katörsku Stjörnudeildinni, deildarkeppninni þar í landi.

Arabíski vefmiðillinn Kooora.com greindi frá því á dögunum að Heimir myndi taka við liði Al Arabi á næstu dögum og spáði millinn því jafnframt fyrir að hann yrði á vellinum í gær. Hlé verður gert á deildarkeppninni í Katar frá og með 15. desember og fengi Heimir því tækifæri til að meta hvernig best sé að styrkja liðið fyrir veturinn.

mbl.is