Helgi næsti landsliðsþjálfari Liechtenstein?

Helgi Kolviðsson er orðaður við Liechtenstein.
Helgi Kolviðsson er orðaður við Liechtenstein. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Liechtenstein hefur áhuga á að ráða Helga Kolviðsson sem næsta landsliðsþjálfara karlaliðs þjóðarinnar. Þetta herma heimildir Fótbolta.net

Rene Pauritsch lét af störfum sem landsliðsþjálfari Liechtenstein eftir Þjóðadeildina og tók við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Liechtenstein

Helgi er ekki búinn að þjálfa síðan hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá íslenska landsliðinu. Áður en hann þjálfaði í landsliðinu var hann stjóri í Þýskalandi og Austurríki. 

Liechtenstein er ekki hátt skrifað í fótboltanum og er landsliðið í 173. sæti á styrkleikalista FIFA. 

mbl.is