Arnór fetaði í fótspor Aubemyang

Hörður Björgvin fagnar Arnóri eftir að hann skoraði þriðja markið.
Hörður Björgvin fagnar Arnóri eftir að hann skoraði þriðja markið. Ljósmynd/UEFA

Arnór Sigurðsson varð fyrsti leikmaðurinn til að skora og gefa stoðsendingu gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni síðan Pierre-Emerick Aubemyang gerði það í leik með Borussia Dortmund í desember 2016.

Arnór innsiglaði 3:0 sigur CSKA Moskva þegar hann skoraði þriðja markið en hann lagði upp fyrsta markið með laglegri sendingu á Fedor Chalov.

mbl.is