Foreldrar Arnórs: Galið að vera á vellinum

Arnór fagnar marki sínu gegn Real Madrid í kvöld.
Arnór fagnar marki sínu gegn Real Madrid í kvöld. Ljósmynd/UEFA

Foreldrar Arnórs Sigurðssonar, þau Sigurður Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir, ásamt tveimur systkinum Arnórs, kærustu hans og afa og ömmu og frændfólki voru á Santigo Bernabeu-vellinum í Madrid í kvöld þar sem Arnór skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3:0 sigri CSKA Moskva gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Ég er bara orðlaus og það var galið að vera á vellinum og sjá strákinn skora og leggja upp mark. Það er verst að Roma tapaði en við látum það ekki svekkja okkur núna,“ sagði Sigurður Sigursteinsson, faðir Arnórs, í samtali við mbl.is frá Santiago Bernabeu-vellinum í Madrid í kvöld.

Arnór hefur betur gegn Marcelo í kvöld.
Arnór hefur betur gegn Marcelo í kvöld. AFP

„Við vorum hér 16 úr fjölskyldunni á leiknum, systkini Arnórs, systkini Margrétar, foreldrar hennar og kærasta hans Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir. Það var ótrúleg tilfinning að vera viðstaddur og sjá strákinn standa sig svona vel og það á móti Evrópumeisturunum á þeirra heimavelli. Þegar sviðið er stærst þá blómstrar hann. Hann er fullur af sjálfstrausti og gaman að sjá hann með kassann úti á þessu risastóra sviði. Þegar hann svo skoraði þá fraus maður alveg,“ sagði Sigurður, sem á árum áður lék með Skagamönnum við góðan orðstír.

Á myndinni hér að neðan má sjá foreldra Arnórs þau Margréti Ákadóttur og Sigurð Sigursteinsson ásamt börnum þeirra, Inga Þór Sigurðssyni og Sunnu Rún Sigurðardóttur.

View this post on Instagram

Mætt á Bernabeu Real-CSKA ⚽️⚽️💪💪

A post shared by Sigurður Sigursteinsson (@siggisigursteins) on Dec 12, 2018 at 9:36am PST

mbl.is