Lewandowski einn markahæstur

Robert Lewandowski fagnar marki í kvöld.
Robert Lewandowski fagnar marki í kvöld. AFP

Pólski framherjinn Robert Lewandowski í liði Bayern München er orðinn einn markahæstur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en riðlakeppninni lauk í kvöld.

Lewandowski skoraði tvö mörk í 3:3 jafntefli Bayern München á útivelli gegn Ajax og með þeim úrslitum tryggðu Bæjarar sér sigur í riðlinum.

Markahæstu leikmenn:

8: Robert Lewandowski (Bayern München)

6: Lionel Messi (Barcelona)

5: Paolo Dybala (Juventus), Edin Dzeko (Roma), Andrej Kramaric (Hoffenheim), Neymar (Paris Saint-Germain), Marega (Porto), Dudan Tadic (Ajax).

mbl.is