Arnór og Hörður í liði umferðarinnar

Hörður Björgvin fagnar Arnóri eftir að hann skoraði þriðja markið.
Hörður Björgvin fagnar Arnóri eftir að hann skoraði þriðja markið. Ljósmynd/UEFA

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru báðir í úrvalsliði lokaumferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu hjá netmiðlinum whoscored.com.

Báðir áttu þeir mjög góðan leik í mögnuðum 3:0 útisigri CSKA Moskva gegn Evrópumeisturum Real Madrid á Santigo Bernabeu í gærkvöld.

Arnór skoraði eitt mark og lagði upp annað og Hörður Björgvin var eins og klettur í hjarta varnarinnar hjá rússneska liðinu. Hér að neðan má sjá lið umferðarinnar.

mbl.is