Fær Hannes að spreyta sig gegn Arsenal?

Hannes Þór Halldórsson og Jón Guðni Fjóluson í landsleiknum gegn …
Hannes Þór Halldórsson og Jón Guðni Fjóluson í landsleiknum gegn Belgum í nóvember. AFP

Tvö Íslendingalið geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu en síðasta umferð riðlakeppninnar er á dagskrá í kvöld og leikið víða um álfuna. 

Arnór Ingi Traustason og samherjar í Malmö eiga erfiðan útileik gegn Besiktas í Tyrklandi. Besiktas er í öðru sæti I-riðils með 7 stig en Malmö í 3. sæti með 6 stig. Sigur tryggir Malmö sæti í útsláttarkeppninni. 

Jón Guðni Fjóluson og samherjar í Krasnodar spila í Andalúsíu gegn Sevilla í J-riðli en rússneska liðið er í efsta sæti riðilsins með 12 stig. Sevilla og Standard Liege koma næst með 9 stig. Jafntefli dugir því Krasnodar. 

Þá verður forvitnilegt að sjá hvort landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fái tækifæri til að spreyta sig gegn Arsenal á Emirates-leikvanginum í London. Þrír markveriðr skipta nokkurn veginn með sér leikjunum hjá Qarabag. Arsenal er í efst asæti E-riðils með 13 stig en Qarabag er með 3 stig. 

Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert