Meirihluti vill 48 lið á HM 2022

Gianni Infantino er forseti FIFA.
Gianni Infantino er forseti FIFA. AFP

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að meirihluti knattspyrnusambanda styðji að fjölga liðum í úrslitakeppni HM í Katar 2022 úr 32 í 48.

Infantino greindi frá þessu á fréttamannafundi í Doha í Katar í dag en úrslitakeppni HM 2022 fer fram í Katar.

„Við sjáum til. Meirihluti knattspyrnusambanda er fylgjandi því að fjölga því 16 fleiri lið verða þá með og ekki bara það því 50 til 60 lönd geta látið sig dreyma að komast á HM. Er þetta mögulegt eða ekki, það er spurningin,“ sagði Infantino.

FIFA mun taka endanlega ákvörðun um hvort fjölgað verður eða ekki í mars á næsta ári en þegar hefur verið ákveðið að 48 lið taki þátt í úrslitakeppni HM 2026 sem haldin verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert