Müller biðst afsökunar (myndskeið)

Thomas Müller sparkar í höfð Tagliafico í leiknum í gær.
Thomas Müller sparkar í höfð Tagliafico í leiknum í gær. AFP

Thomas Müller framherji Bayern München hefur beðist afsökunar á karatesparki sínu í höfuðið á Nicholas Tagliafico leikmanni Ajax í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.

Brotið var ansi ljótt og fékk Müller verðskuldað rautt spjald. Þetta var fyrsta rauða spjaldið hans á ferlinum en hann lék í gær sinn 462. leik með Bæjurum. Müller segist hafa farið inn í búningsklefa Ajax og beðið Tagliafico afsökunar og þá ritaði hann færslu á instagram-síðu sína:

„@tagliafico3. Ég er mjög leiður yfir því sem gerðist í gær. Þetta var ekki viljandi. Náðu þér fljótt.“mbl.is