Rúnar Már á förum frá Sviss

Rúnar Már Sigurjónsson mun að öllum líkindum yfirgefa Grasshoppers.
Rúnar Már Sigurjónsson mun að öllum líkindum yfirgefa Grasshoppers. Ljósmynd/Grasshopper

Rúnar Már Sigurjónsson, knattspyrnumaður hjá svissneska liðinu Grasshoppers, mun að öllum líkindum róa á önnur mið næsta sumar. Núgildandi samningur miðjumannsins gildir til loka leiktíðarinnar. 

Landsliðsmaðurinn segir í samtali við Sundsvall Tidning að mun meiri líkur en minni séu á að hann yfirgefi herbúðir Grasshoppers. „Ég er til í að ræða við Grasshoppers en ég efast um að félagið geti boðið mér það sem ég vil,“ sagði Rúnar við sænska miðilinn. 

„Það er áhugi á mér, en það er ólíklegt að ég fari annað í janúar. Það eru hins vegar 98 prósent líkur á að ég fari frítt frá félaginu næsta sumar,“ bætti Rúnar við. Að sögn miðilsins er áhugi á Rúnari frá félögum í Rússlandi, Tyrklandi og Bandaríkjunum. 

mbl.is