Faðir fyrirliðans lést á vellinum

Christian Gentner, til hægri, í leik með Stuttgart fyrr í ...
Christian Gentner, til hægri, í leik með Stuttgart fyrr í þessum mánuði. AFP

Þegar flautað var til leiksloka í viðureign Stuttgart og Herthu Berlín í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í gær hneig faðir fyrirliða Stuttgart niður og lést samstundis.

Herbert Gentner var að fylgjast með syni sínum og samherja hans og sá son sinn, hinn 33 ára gamla fyrirliða Christian Gentner, leggja upp sigurmark Stuttgart fyrir Mario Gomez rétt  fyrir leikslok. Dánarorsök er enn þá ókunn.

mbl.is