David James rekinn

David James og Hermann Hreiðarsson.
David James og Hermann Hreiðarsson. mbl.is/Árni Sæberg

David James hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari indverska knattspyrnuliðsins Kerala Blasters.

Kerala Blastars tapaði fyrir Mumbai City 6:1 um nýliðna helgi og það reyndist vera síðasti leikur liðsins undir stjórn James en liðið hefur nú spilað 11 leiki í röð án sigurs.

James endaði knattspyrnuferill sinn með Kerala Blasters en kom til liðsins árið 2014 og varði mark liðsins. Hann tók svo við þjálfun liðsins í janúar á þessu ári og fékk hann Hermann Hreiðarsson sem sinn aðstoðarmann. Þá lék framherjinn Guðjón Baldvinsson með Kerala Blasters nokkra leiki í byrjun þessa árs.

Hermann og James léku saman í þrjú tímabil með Portsmouth og urðu bikarmeistarar árið 2008 og leiðir þeirra lágu svo aftur saman árið 2013 þegar James lék í marki ÍBV undir stjórn Hermanns og var einnig í þjálfarateymi liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert