Af hverju í fjandanum fæ ég ekki að fara?

Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með Álasundi.
Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með Álasundi. Ljósmynd/Srdan Mudrinic

Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Álasunds í Noregi, er ekki í landsliðshóp Íslands í fótbolta sem fer til Katar í janúar og leikur tvo vináttuleiki við Eistland og Svíþjóð. Álasund leyfir honum ekki að fara í verkefnið. Samherji hans hjá félaginu, Aron Elís Þrándarson, er hins vegar í hópnum. 

„Ég er búinn að vera síðustu vikuna í að reyna að fá þetta í gegn, það hefur ekkert gengið. Ég fékk skilaboð um að félagið vildi að ég myndi hvíla mig. Ég skil það en þá skil ég ekki af hverju Aron Elís fær að fara," sagði Hólmbert í viðtali við vefsíðuna 433.is í dag. 

„Mér finnst þetta mjög leiðinlegt, ég hefði viljað fá þetta verkefni til að sanna mig. Það hefði getað orðið til þess að maður ætti meiri möguleika í framtíðinni að vera í landsliðinu. Ég er búinn að láta Álasund vita hversu ósáttur ég er. Af hverju í fjandanum fæ ég ekki að fara?," spurði hann pirraður. 

Hólmbert stóð sig afar vel með Álasundi á síðustu leiktíð er liðið var hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild norska fótboltans. Hólmbert skoraði 20 mörk í 30 leikjum með liðinu og varð næstmarkahæstur allra í norsku B-deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert