Fimmti bestur útlendinganna frá upphafi

Ásgeir Sigurvinsson.
Ásgeir Sigurvinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Ásgeir Sigurvinsson er fimmti besti erlendi knattspyrnumaðurinn sem nokkru sinni hefur spilað með belgísku félagsliði. Það er niðurstaðan í úttekt belgíska knattspyrnutímaritsins Sport sem birtist núna um áramótin.

Ásgeir fór átján ára gamall frá ÍBV til belgíska liðsins Standard Liege og lék með því frá 1973 til 1981 en var seldur þaðan til Bayern München og fór ári síðar til Stuttgart. Þar lék Ásgeir til loka ferilsins árið 1990 en hann var árið 1984 útnefndur besti knattspyrnumaður í Vestur-Þýskalandi eftir að hafa leitt Stuttgart til meistaratitilsins þá um vorið.

Stjórnandinn hjá Standard

Í umsögn um Ásgeir hjá Sport segir: „Roger Petit keypti árið 1973 þennan átján ára gamla íslenska unglingalandsliðsmann fyrir framan nefið á Anderlecht. Hjá Standard varð hann stjórnandinn á miðjunni. Árið 1981 var hann seldur til Bayern en hjá Stuttgart náði hann sínum hæstu hæðum og lék þar í átta ár við góðan orðstír, varð einu sinni meistari og komst í úrslitaleik í Evrópukeppni gegn Napoli og Maradona.“

Þar er vitnað til úrslitaleikja Stuttgart og Napoli um UEFA-bikarinn árið 1989, þar sem ítalska liðið hafði betur, 5:4 samanlagt í tveimur leikjum en Ásgeir hjá Stuttgart og Diego Maradona hjá Napoli voru í aðalhlutverkum í sínum liðum. Ásgeir lagði upp tvö af fjórum mörkum Stuttgart í þessum leikjum, annað þeirra með sendingu beint á kollinn á Jürgen Klinsmann félaga sínum.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert