Upphæð Sarpsborg er óraunhæf

Orri Sigurður Ómarsson
Orri Sigurður Ómarsson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Staðan hjá mér er óljós ennþá því Sarpsborg vill fá ákveðna upphæð fyrir mig, sem mér finnst vera óraunhæf, og þeir vilja ekki lána mig til Íslands,“ segir Orri Sigurður Ómarsson knattspyrnumaður hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Sarpsborg.

Hann kom til félagsins frá Val fyrir ári og gerði þriggja ára samning. Orri fékk aðeins tækifæri í tveimur leikjum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eftir að hafa verið lánaður fyrri hluta þess til B-deildarliðsins HamKam. Orri vill komast burt frá Sarpsborg.

„Umboðsmaðurinn minn heldur áfram að vinna í þessu og vonandi verður eitthvað orðið klárt áður en janúar er á enda. Ég fer út til æfinga 13. janúar og mun þá væntanlega funda eitthvað með forráðamönnum Sarpsborg eða ræða við þá,“ sagði Orri við Morgunblaðið í gær.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert