Áfram meiðist Bale

Gareth Bale meiddist á kálfa gegn Villarreal á fimmtudaginn síðasta.
Gareth Bale meiddist á kálfa gegn Villarreal á fimmtudaginn síðasta. AFP

Gareth Bale, sóknarmaður spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Villarreal í spænsku 1. deildinni á fimmtudaginn var. Bale fór meiddur af velli í hálfleik en hann er að glíma við meiðsli í kálfa.

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni verður Bale frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna  en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli síðan hann kom til félagsins frá Tottenham árið 2013. Bale var sterklega orðaður við brottför frá Real Madrid í sumar en ákvað að vera áfram.

Stuðningsmenn Real Madrid eru margir hverjir búnir að gefast upp á Wales-verjanum sem gengur afar illa að halda sér heilum. Bale hefur komið við sögu í 141 leik með Real Madrid á ferlinum þar sem hann hefur skorað 74 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert