Áttunda land Victors

Guðlaugur Victor Pálsson í treyju Darmstadt.
Guðlaugur Victor Pálsson í treyju Darmstadt. Ljósmynd/Darmstadt

Þó að Guðlaugur Victor Pálsson sé aðeins 27 ára gamall er hann kominn í hóp allra víðförlustu knattspyrnumanna Íslands fyrr og síðar eftir að hann gekk til liðs við þýska B-deildarfélagið Darmstadt í gær.

Þýskaland verður áttunda landið þar sem Victor spilar sem atvinnumaður en Þjóðverjarnir kaupa hann af svissneska félaginu Zürich þar sem hann hefur leikið í hálft annað ár og gegnt stöðu fyrirliða.

Þar á undan lék Victor í Danmörku (Esbjerg), Svíþjóð (Helsingborg), Hollandi (Nijmegen), Bandaríkjunum (New York Red Bulls), Skotlandi (Hibernian) og Englandi (Dagenham og Liverpool).

Aðeins tveir íslenskri knattspyrnumenn hafa leikið sem atvinnumenn í fleiri löndum en þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Hannes Þ. Sigurðsson eru báðir með níu lönd á ferilskránni.

Þetta verður hinsvegar í fyrsta skipti á ferlinum sem Victor leikur í B-deild. Öll hans félög á ferlinum hafa verið í efstu deild, nema þegar Liverpool lánaði hann til Dagenham sem þá var í ensku C-deildinni.

Nánar er fjallað um félagaskipti Guðlaugs Victors í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert