Sevilla kaupir leikmann af Barcelona

Munir í leik með Barcelona.
Munir í leik með Barcelona. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Sevilla gekk í kvöld frá kaupum á framherjanum Munir El Haddadi, eða Munir, af Barcelona. Kaupverðið var rétt rúmlega ein milljón evra. Munir átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Barcelona og því var kaupverðið ekki hærra. 

Munir spilaði 56 leiki fyrir Barcelona og skoraði í þeim 12 mörk. Hann vann spænsku deildina tvisvar, Meistaradeildina einu sinni og spænska bikarinn einu sinni með Barcelona. Hann á einn landsleik fyrir spænska landsliðið. 

Sóknarmaðurinn er annar leikmaðurinn sem Sevilla kaupir í dag, en fyrr í dag festi félagið kaup á Max Wober frá Ajax. 

mbl.is