Zlatan með föst skot á Ronaldo

Zlatan Ibrahimovic leikur með LA Galaxy í Bandaríkjunum.
Zlatan Ibrahimovic leikur með LA Galaxy í Bandaríkjunum. AFP

Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic skaut föstum skotum að Cristiano Ronaldo í viðtali við ESPN á dögunum. Ronaldo skipti yfir í Juventus frá Real Madríd í sumar til að leita að nýrri áskorun.

Zlatan er hins vegar ekki hrifinn af þeirri útskýringu hjá Ronaldo. „Ronaldo talar um áskorun og svo fer hann til liðs sem er búið að vinna ítölsku deildina með lokuð augun,“ sagði Svíinn í viðtalinu. 

„Af hverju valdi hann ekki lið í B-deild einhvers staðar, ef hann vantaði áskorun? Það er alvöruáskorun að fara upp um deild og vinna svo efstu deild. Að fara til Juventus er alls engin áskorun,“ bætti Zlatan við. 

Juventus er búið að vinna ítölsku deildina sjö ár í röð og er liðið með níu stiga forkot á toppnum sem stendur. Ronaldo er með 15 mörk í 25 leikjum á leiktíðinni. 

mbl.is