Balotelli að skipta um félag

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. AFP

Ítalskir og franskir fjölmiðlar greina frá því að ítalski framherjinn Mario Balotelli sé á leið til franska liðsins Marseille.

Balotelli er samningsbundinn Nice en hefur aðeins komið við sögu í tíu leikjum liðsins í frönsku 1. deildinni á þessu tímabili.

Balotelli, sem hefur spilað með Liverpool og Manchester City, mun semja við Marseille út leiktíðina en liðið reyndi að fá Ítalann til liðs við sig fyrir tímabilið en tókst það ekki.

mbl.is