Mourinho tjáir sig í fyrsta sinn

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, sem rekinn var úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United í síðasta mánuði, hefur í fyrsta sinn tjáð sig í fjölmiðlum eftir brottreksturinn.

Mourinho var sérfræðingur hjá beIn Sports í Katar í Asíubikarnum og þrátt fyrir að hafa verið bannað að minnast með beinum hætti á viðskilnaðinn við United gat hann talað um framtíð sína í boltanum.

„Ég vil halda áfram að þjálfa. Ég á heima í fremstu röð og þar mun ég halda áfram að vera. Ég er allt of ungur til þess að hætta. Ég hef verið lengi í fótbolta, en verð bara 56 ára eftir nokkrar vikur og er enn ungur,“ sagði Mourinho.

Mourinho hefur þegar verið orðaður við endurkomu til Real Madrid, en hann stýrði ríkjandi Evrópumeisturum árin 2010-2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert