Barcelona þurfti að kalla á Messi

Lionel Messi fagnar marki sínu.
Lionel Messi fagnar marki sínu. AFP

Barcelona vann 3:1-sigur á Leganés á heimavelli í A-deild Spánar í fótbolta í kvöld og náði í leiðinni aftur fimm stiga forskoti á Atlético Madríd á toppi deildarinnar. 

Lionel Messi byrjaði á varamannabekk Barcelona, en það virtist ekki ætla að hafa mikil áhrif þar sem Ousmane Dembélé kom Börsungum yfir á 32. mínútu og staðan í leikhléi var 1:0. 

Leganés gafst hins vegar ekki upp og danski framherjinn Martin Braithwaite jafnaði metin á 57. mínútu.

Sjö mínútum síðar kom Lionel Messi inn á. Messi var búinn að vera á vellinum í sjö mínútur þegar Luis Suárez kom Barcelona aftur yfir. Messi sá svo sjálfur um að skora þriðja mark Barcelona og gulltryggja sanngjarnan sigur. 

mbl.is