Boateng óvænt á leið til Barcelona

Kevin-Prince Boateng.
Kevin-Prince Boateng. AFP

Kevin-Prince Boateng hefur staðfest að hann sé á leið til Spánarmeistara Barcelona frá ítalska liðinu Sassuolo.

Barcelona hefur ekki staðfest þessar fréttir en leikmaðurinn hefur gert það í samtali við Sky Sports.

„Barca ég er að koma. Ég er leiður yfir því að yfirgefa Sassuolo en þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Boateng í viðtali við Sky Sports.

Boateng er 31 árs gamall miðjumaður sem víða hefur komið við á ferli sínum. Hann hefur til að mynda spilað með Tottenham, Dortmund, AC Milan og Shalke. Hann hefur spilað með öllum yngri landsliðum Þýskalands en valdi að spila með landsliði Gana. Boateng er fæddur í Þýskalandi. Hann á þýska móður en faðir hans er fæddur í Gana. Hann á baki 15 leiki með Ganamönnum og hefur í þeim skorað 2 mörk.

Uppfært klukkan 20:24:

Barcelona hefur staðfest á vef sínum að það hafi fengið Kevin-Prince Boateng að láni út leiktíðina og verður leikmaðurinn kynntur til sögunnar á morgun. Í samningi félaganna er ákvæði um að Barclona geti keypt leikmanninn fyrir 8 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert