Emil riftir samningi sínum á Ítalíu

Emil Hallfreðsson með boltann í leik gegn Argentínu á HM.
Emil Hallfreðsson með boltann í leik gegn Argentínu á HM. mbl.is/Eggert

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur fengið samningi sínum við ítalska A-deildarliðið Frosinone rift, en hann gekk í raðir félagsins í sumar.

Emil, sem er 34 ára gamall, fór til Frosinone í sumar frá Udinese. Liðið er nýliði í ítölsku A-deildinni en er í harðri fallbaráttu. Þjálfari liðsins var rekinn í desember og Emil hefur sjálfur ekkert spilað síðan í október vegna meiðsla á hné.

Fros­in­o­ne var fjórða ít­alska liðið sem Emil spil­ar fyr­ir, á eft­ir Udinese, Verona og Regg­ina. Hann hefur áður verið á mála hjá Tottenham og Barnsley á Englandi, Lyn í Noregi og Malmö í Svíþjóð, auk FH hér heima. Emil á að baki 67 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert