Litlar líkur á að einhver finnist á lífi

Emiliano Sala í búningi Nantes, þaðan sem hann var seldur …
Emiliano Sala í búningi Nantes, þaðan sem hann var seldur til Cardiff. AFP

Leitinni að flugvélinni sem hvarf af ratsjám yfir Ermarsundi í gærkvöldi hefur verið hætt að sinni vegna myrkurs. Í flugvélinni voru Emiliano Sala, sem gekk í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Cardiff um helgina, og flugmaður. 

Lögreglan í Guernsey staðfesti það í færslu á Twitter rétt í þessu og bætti við að líkurnar á að mennirnir væru lifandi væru litlar. Leitarmenn fundu fljótandi hluti í sjónum, en ekki var komið í ljós hvort um var að ræða brak úr vélinni. 

Leitinni verður haldið áfram á morgun. 

mbl.is