Leit að vélinni hafin á ný

Stuðningsmenn Nantes komu saman í gærkvöldi og hugsuðu til Emiliano …
Stuðningsmenn Nantes komu saman í gærkvöldi og hugsuðu til Emiliano Sala. AFP

Leit hófst á ný í birtingu að flugvélinni en um borð í henni var argentínski framherjinn Emiliano Sala, nýjasti leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.

Eins og mbl.is hefur ítarlega fjallað um hvarf af ratsjá lítil flugvél en um borð í henni var Sala og flugmaður. Vélin var á leið frá Nantes í Frakklandi til Cardiff á mánudagskvöld, en þaðan keypti velska liðið Sala. Björgunarfólk þurfti frá að hverfa fyrsta kvöldið vegna veðurs en skilyrði voru betri í gær.

Rétt áður en leit var hætt í gær fundust fljótandi hlutir í Ermarsundi sem talið er að gætu verið úr vélinni. Ekki var þá búið að staðfesta hvort um væri að ræða brak úr vélinni. John Fitzgerald, sem stýrir leitinni, segir að líkur séu á því að flugvélin hafi rifnað í sundur þegar hún brotlenti í sjónum.

Til­kynnt var um kaup Car­diff á Sala á laug­ar­dag, en hann varð þá dýr­asti leikmaður í sögu fé­lags­ins. Hann átti að mæta á sína fyrstu æf­ingu í gærmorg­un. Hann var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Nantes, sem söfnuðust saman í borginni í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert