Parísarmenn áhyggjufullir

Neymar haltrar af velli í kvöld.
Neymar haltrar af velli í kvöld. AFP

Brasilíumaðurinn Neymar fór meiddur af velli í síðari hálfleik þegar Paris SG sló Strasbourg úr leik í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Neymar meiddist á ökkla og fór af velli á 60. mínútu leiksins og eru Parísarmenn áhyggjufullir enda ekki nema þrjár vikur þar til þeir mæta Manchester United í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Edison Cavani og Ángel Di Maria skoruðu mörk frönsku meistaranna í 2:0 sigri liðsins í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon unnu glæsilegan útisigur á St. Étienne í kvöld, 6:3, og eru komnir í 16-liða úrslitin. Rúnar Alex varði mark Dijon í þessum bráðfjöruga leik.

mbl.is