Adam fór vel af stað

Adam Örn Arnarson í nýju treyjunni.
Adam Örn Arnarson í nýju treyjunni. Ljósmynd/gornikzabrze.pl

Adam Örn Arnarson byrjaði vel með gamla pólska stórveldinu Górnik Zabrze í kvöld en þá spilaði hann sinn fyrsta leik með liðinu í pólsku úrvalsdeildinni eftir að hafa samið við félagið á föstudaginn.

Górnik, sem var næstneðst fyrir leikinn, vann Wisla Kraków 2:0 en Wisla er í 9. sæti deildarinnar. Górnik fór þar með upp fyrir Wisla Plock og í 14. sætið af 16 liðum með 20 stig eftir 21 umferð.

Adam lék í stöðu hægri bakvarðar og fékk sitt fyrsta gula spjald í deildinni strax á 16. mínútu. Hann lék þó alveg fram í uppbótartímann þegar honum var skipt af velli og stuðningsmenn Górnik fengu þar með tækifæri til að klappa sérstaklega fyrir sínum nýjasta liðsmanni en áhorfendur á Arena Zabrze í kvöld voru tæplega 15 þúsund.

Adam Örn Arnarson.
Adam Örn Arnarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert