Cavani ekki með til Manchester

Cavani kveinkar sér eftir markið sitt.
Cavani kveinkar sér eftir markið sitt. AFP

Edinson Cavani verður ekki með franska liðinu PSG er það mætir Manchester United í meistaradeild Evrópu í fótbolta annað kvöld. Cavani ferðaðist ekki með liðinu til Manchester í dag vegna meiðsla í mjöðm. 

Cavani þurfti að fara af velli í 1:0-sigri PSG á Bordeaux í franska boltanum á laugardaginn. Hann virtist meiða sig um leið og hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Óvíst er hversu lengi Cavani verður frá eða hvort hann nái síðari leiknum á móti United.

Cavani er ekki sá eini sem er að glíma við meiðsli hjá PSG því Neymar missir einnig af leiknum. Varnarmaðurinn Thomas Meunier fékk svo heilahristing í leiknum á móti Bordeaux og ferðaðist því ekki með til Manchester. 

mbl.is