Mikilvægur sigur Elmars og félaga

Theodór Elmar Bjarnason í leiknum í dag.
Theodór Elmar Bjarnason í leiknum í dag. Ljósmynd/@Gazisehir

Theodór Elmar Bjarnason og samherjar hans í Gazisehir höfðu betur gegn Hatayspor í B-deild Tyrklands í fótbolta í dag, 2:0. Með sigrinum fór Gazisehir upp í 36 stig og í sjötta sæti sem er umspilssæti. 

Elmar var í byrjunarliði Gazisehir og lék allan leikinn á miðjunni. Elmar var að leika sinn þriðja leik með liðinu síðan hann skipti yfir úr Elazigspor í sömu deild og var um að ræða hans fyrsta sigur með Gazisehir. 

Efstu tvö sætin gefa sæti í efstu deild á meðan 3.-6. sæti berjast um þriðja og síðasta sætið í umspili, líkt og í ensku B-deildinni. 

mbl.is