Ronaldo á kunnuglegum slóðum

Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo sem leikur með ítalska meistaraliðinu Juventus er markahæstur í ítölsku A-deildinni en hann var á skotskónum í 3:0 sigri Juventus gegn Sassuolo á útivelli í gær.

Ronaldo skoraði eitt mark í leiknum og hefur þar með skorað 18 mörk í deildinni, tveimur mörkum meira en hinn 36 ára gamli Fabio Quagliarella framherji Sampdoria og Duván Banguera sóknarmaður Atlanta.

Það bendir fátt til annars en að Juventus vinni meistaratitilinn áttunda árið í röð en eftir leikina í 23. umferðinni er Juventus með 11 stiga forskot á Napoli í toppsæti deildarinnar.

mbl.is