Kærður fyrir viljandi spjald

Kondogbia í leiknum gegn Celtic.
Kondogbia í leiknum gegn Celtic. AFP

Geoffrey Kondogbia hefur verið kærður af knattspyrnusambandi Evrópu fyrir að fá viljandi gult spjald í 2:0-sigri Valencia á Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær.

Kondogbia fékk spjaldið fyrir tafir á 82. mínútu og verður hann ekki með í síðari leik liðanna. Hafi hann sótt sér spjaldið vilj­andi má ætla að hann hafi viljað geta verið með hreint blað þegar komið yrði í 16-liða úr­slit, nái Valencia þangað. 

Dani Carvajal, leikmaður Real Madríd, fékk bann fyrir sama brot á síðustu leiktíð og svo gæti Sergio Ramos einnig fengið refsingu fyrir gula spjaldið sem hann fékk gegn Ajax í Meistaradeildinni í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert