Willum orðinn leikmaður Bate

Willum Þór er orðinn leikmaður BATE Borisov.
Willum Þór er orðinn leikmaður BATE Borisov. Ljósmynd/FCbate.by

Hinn tvítugi Willum Þór Willumsson samdi í dag við BATE Borisov, meistaraliðs Hvíta-Rússlands í fótbolta síðustu 13 ára. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hann lék afar vel síðasta sumar. Willum skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við BATE. 

Willum hefur verið í Hvíta-Rússlandi síðustu daga og sá hann liðið vinna Arsenal í Evrópudeildinni í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hefst í lok mars.

BATE er langstærsta félag Hvíta-Rússlands og hefur liðið verið tíður þátttakandi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem og Evrópudeildarinnar síðustu ár. 

Willum spilaði einn leik í Pepsi-deildinni árið 2016, átta leiki árið eftir og svo nítján leiki í fyrra, en þá skoraði hann sex mörk. Miðjumaðurinn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir U21 árs landsliðið í október í fyrra og fyrsta A-landsleikinn gegn Eistlandi í byrjun árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert