Messi skoraði og nýtti ekki vítaspyrnu

Lionel Messi skoraði og klikkaði á vítaspyrnu.
Lionel Messi skoraði og klikkaði á vítaspyrnu. AFP

Lionel Messi var áberandi hjá Barcelona að vanda er liðið vann 1:0-sigur á Real Valladolid á heimavelli sínum í efstu deild Spánar í fótbolta í kvöld. 

Messi skoraði sigurmark Barcelona á 43. mínútu úr vítaspyrnu en brenndi svo af úr annarri slíkri á 85. mínútu. Það kom hins vegar ekki að sök. 

Fyrir leikinn hafði Barcelona gert þrjú jafntefli í röð og er sigurinn því kærkominn. Liðið er í toppsæti spænsku deildarinnar með 54 stig, sjö stigum á undan Atlético Madríd og níu stigum á undan Real Madríd sem á leik til góða. 

mbl.is