Ramos bætti óeftirsóknarvert met

Sergio Ramos var ekki sáttur við rauða spjaldið.
Sergio Ramos var ekki sáttur við rauða spjaldið. AFP

Sergio Ramos bætti vont met í dag er hann fékk rautt spjald á lokamínútunni í leik Real Madríd og Girona í spænsku A-deildinni í fótbolta. Ramos er nú búinn að fá 25 rauð spjöld á ferlinum og þar af 20 í spænsku deildinni. 

Enginn hefur fengið jafnmörg rauð spjöld í einni af fimm stærstu deildum Evrópu. Cyril Rool, fyrrverandi leikmaður Bordeux, Nice og Marseille átti áður metið en hann fékk 19 rauð spjöld í frönsku deildinni á sínum tíma. 

Ramos hefur fengið þrjú rauð spjöld í Meistaradeildinni, tvö í spænska bikarnum en ekki eitt einasta í 161 leik með spænska landsliðinu. Ramos er með langflest rauð spjöld í sögu Real Madríd. Fernando Hierro fékk tólf rauð spjöld á sínum tíma og Guti tíu. 

mbl.is