Liverpool fann ekki leið fram hjá Bayern

Liverpool og Bayern gerðu markalaust jafntefli.
Liverpool og Bayern gerðu markalaust jafntefli. AFP

Liverpool og Bayern München gerðu markalaust jafntefli er þau mættust í fyrri leik sínum á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Liverpool var sterkari aðilinn en fann ekki leið fram hjá vörn Bayern. 

Þrátt fyrir að boltinn hafi verið mikið á vallarhelmingi Bayern tókst Liverpool ekki að skapa sér mörg færi. Þegar heimamenn fundu leið fram hjá vörn Bæjara var Manuel Neuer betri en enginn í markinu. 

Besta færi Bayern kom í fyrri hálfleik þegar Joel Matip var hársbreidd frá því að skora sjálfsmark en Alisson var vandanum vaxinn í markinu og er því jafnt fyrir síðari leik liðanna í Þýskalandi eftir þrjár vikur. 

Lyon og Barcelona gerðu einnig markalaust jafntefli í hinum leik kvöldsins. Börsungar voru mun sterkari og áttu 25 skot, en illa gekk að finna leiðina fram hjá Anthony Lopes í marki Lyon og því fór sem fór. 

Liverpool 0:0 Bayern opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert