Neitar að spila án fyrirliðabandsins

Mauro Icardi vill ekki spila án fyrirliðabandsins.
Mauro Icardi vill ekki spila án fyrirliðabandsins. AFP

Mauri Icardi, framherji Inter á Ítalíu, var sviptur fyrirliðabandinu hjá félaginu á dögunum eftir óheppileg ummæli eiginkonu og umboðsmanns hans, Wanda Nara, í sjónvarpsþætti á Ítalíu. 

Nara gagnrýndi þá liðsfélaga Icardi í beinni útsendingu og voru forráðamenn félagsins allt annað en sáttir. Icardi hefur ekki spilað síðustu tvo leiki, eða síðan fyrirliðabandið var tekið af honum. 

Að sögn Nara mun hann ekki spila aftur, nema hann verði fyrirliði á ný. Gazzetta dello Sport á Ítalíu segir einnig að Nara hafi krafist þess að Inter biðji Icardi opinberlega afsökunar. 

Inter virðist ekki sakna Icardi mikið á vellinum, því liðið er búið að vinna báða leikina sem hann hefur misst af. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert