Neymar grét í tvo daga

Neymar fylgist með leik úr stúkunni.
Neymar fylgist með leik úr stúkunni. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar grét í tvo daga eftir að hann ristarbrotnaði í janúar. Þetta sagði hann í samtali við TV Globo í dag. Neymar varð fyrir meiðslunum í bikarleik gegn Strasbourg. 

„Það var erfitt að sætta sig við þetta og það tók tíma að jafna mig andlega. Ég var heima í tvo daga grátandi. Síðan varð ég staðráðinn í að fara í aðgerð til að jafna mig sem fyrst,“ sagði Neymar, sem leikur með PSG í Frakklandi. 

Neymar verður frá samanlagt í um tíu vikur og missti hann af fyrri leiknum við Manchester United í Meistaradeildinni. Nú er ljóst að hann verður ekki með í seinni leiknum í París, en PSG er með 2:0-forskot í einvíginu eftir sigur á Old Trafford. 

mbl.is