Fyrsti sigur Heimis í Katar

Heimir Hallgrímsson stýrði Al-Arabi til sigurs.
Heimir Hallgrímsson stýrði Al-Arabi til sigurs. Instagramsíða Al Arabi

Heimir Hallgrímsson stýrði Al-Arabi til sigurs í fyrsta skipti er liðið lagði Al-Shahania á heimavelli í efstu deild Katars í kvöld, 2:1.

Heimir hefur nú unnið einn leik, tapað tveimur og gert eitt jafntefli síðan hann tók við stjórn liðsins í desember á síðasta ári. 

Wilfried Bony, sem kom til félagsins frá Swansea í janúar, kom lærisveinum Heimis yfir á 7. mínútu Yousef Hani Ballan jafnaði á 28. mínútu, en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Morteza Pouraliganji sigurmarkið. 

Al-Arabi er í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig eftir 17 leiki. 

mbl.is