Lið Jóns Guðna áfram - Chelsea vann 3:0

Rasmus Bengtsson hjá Malmö stöðvar Emerson Palmieri leikmann Chelsea í ...
Rasmus Bengtsson hjá Malmö stöðvar Emerson Palmieri leikmann Chelsea í leiknum í kvöld. AFP

Krasnodar frá Rússlandi, lið Jóns Guðna Fjólusonar, komst í kvöld í sextán liða úrslitin í Evrópudeildinni í fótbolta með því að gera jafntefli, 1:1, við Leverkusen í seinni leik liðanna í Þýskalandi.

Fyrri leikurinn í Rússlandi endaði 0:0 en á 84. mínútu skoraði Magomed-Shapi Suleymanov fyrir Krasnodar. Þar með þurfti Leverkusen tvö mörk, Charles Aranguiz jafnaði á 87. mínútu en Rússarnir héldu út og fara áfram á útimarkinu. Jón Guðni sat á varamannabekk Krasnodar allan tímann.

Arnór Ingvi Traustason kom með stuttum fyrirvara til leiks með Malmö gegn Chelsea á Stamford Bridge eftir að hafa orðið faðir í gærkvöld. Hann fór beint í byrjunarliðið og spilaði í 72 mínútur. Chelsea vann fyrri leikinn í Malmö 2:1 en gerði út um einvígið í kvöld með þremur mörkum í seinni hálfleik og sigraði 3:0. Olivier Giroud skoraði á 55. mínútu, Ross Barkley á 74. mínútu og Callum Hudson-Odoi innsiglaði sigurinn á 84. mínútu.

Úrslitin í síðari leikjum kvöldsins:

Chelsea - Malmö 3:0 (5:1 samanlagt)
Leverkusen - Krasnodar 1:1 (1:1 samanlagt, Krasnodar áfram)
Benfica - Galatasaray 0:0 (2:1 samanlagt)
Dynamo Kiev - Olympiacos 1:0 (3:2 samanlagt)
Genk - Slavia Prag 1:4 (1:4 samanlagt)
Inter Mílanó - Rapid Vín 4:0 (5:0 samanlagt)
Real Betis - Rennes 1:3 (4:6 samanlagt)

mbl.is