Fyrsta mark Sveins á Ítalíu (myndskeið)

Sveinn Aron með treyju Ravenna.
Sveinn Aron með treyju Ravenna. Ljósmynd/Ravenna

Sveinn Aron Guðjohnsen opnaði markareikning sinn á Ítalíu þegar hann skoraði þriðja mark Ravenna í 3:0 sigri liðsins gegn Alma Ju­vent­us Fano í ítölsku C-deildinni í knattspyrnu í gær.

Sveinn Aron, sem er í láni hjá Ravenna frá B-deild­arliðinu Spezia, kom inn á á 66. mínútu og skoraði síðasta markið á 89. mínútu og skoraði með góðu skoti eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði sem kemur eftir 2:20 mínútur í spilaranum.

mbl.is