Ekkert kemur í stað lyktarinnar í búningsklefanum

Guðjón Þórðarson ásamt aðstoðarmanni sínum, Jens Martin Knudsen
Guðjón Þórðarson ásamt aðstoðarmanni sínum, Jens Martin Knudsen Ljósmynd/NSÍ

„Fyrst og fremst hlakka ég til að takast á við fótboltann á nýjan leik,“ sagði Guðjón Þórðarson, einn reyndasti og sigursælasti fótboltaþjálfari Íslands, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í Runavik í gærmorgun.

Guðjón tók í vetur við þjálfun NSÍ í Runavík í Færeyjum eftir sex ára fjarveru frá sviðsljósinu. Hann viðurkennir að hafa verið nærri búinn að gefa þjálfaraferilinn upp á bátinn þegar á haustmánuðum vaknaði áhugi hjá forráðamönnum NSÍ að nýta yfirgripsmikla þekkingu hans og víðtæka reynslu.

Lið NSÍ hafnaði í öðru sæti í færeysku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Leiktíðin í úrvalsdeildinni hófst á sunnudaginn. Guðjón og lærisveinar fóru vel af stað með 1:0 sigri á heimavelli á EB/Streymur auk þess sem mark var dæmt af NSÍ. Dómurinn þótti umdeildur.

„Fótboltinn er alls staðar eins í grunninn. Það er mikil áskorun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðjón sem kann vel við sig í Færeyjum. „Félagið er ekki stórt. Þórshafnarliðin HB og B36 eru stærri og hafa yfir meiri fjármunum að ráða. Sömu sögu er að segja af Vikingi og KÍ. NSÍ hefur farið þá leið að ala upp leikmenn og gefa þeim mönnum tækifæri. Við förum þar af leiðandi aðra leið en til dæmis KÍ sem fékk sjö útlendinga fyrir tímabilið,“ sagði Guðjón sem hefur einn Norðmann innan sinna raða, aðrir í hópnum eru Færeyingar.

Verð að standa í fæturna

„Pressan er ekkert minni hér en annars staðar. Það á að gefa ungum mönnum tækifæri en á sama tíma vinna alla leiki. Maður verður að standa í fæturna. Tímabilið er langt og strangt. Lítið má út af bregða í fámennum hóp ef einn, tveir eða þrír leikmenn meiðast. Þess vegna eru stærri félögin betur undir það búin þar sem þau hafa úr meiri peningum að spila til þess að bakka upp sína hópa ef eitthvað bregður út af,“ sagði Guðjón. Allir hans leikmenn vinna fullan vinnudag með knattspyrnunni og þess vegna má ekki ofgera þeim.

„Það er mjög jákvæður andi í hópnum hjá mér. Leikmenn eru sprækir og hafa bætt sig verulega. Það er létt yfir hópnum, bæði líkamlega og andlega. Liðið er skipað fínum strákum sem eru á stundum of notalegir. Fyrir vikið vantar kannski meiri hörku í liðið hjá mér.“

Sjá allt viðtalið við Guðjón í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert