Slavia sló út fimmfalda meistara – Dregið á morgun

Leikmenn Slavia Prag fögnuðu innilega í kvöld eftir sigurinn á …
Leikmenn Slavia Prag fögnuðu innilega í kvöld eftir sigurinn á Sevilla. AFP

Eftir mikla dramatík í kvöld er orðið ljóst hvaða átta lið verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í hádeginu á morgun.

Slavia Prag frá Tékklandi komst áfram í kvöld með því að vinna Sevilla, sem unnið hefur keppnina fimm sinnum, í framlengdum leik í Tékklandi. Liðin gerðu 2:2-jafntefli í báðum leikjum sínum svo að grípa þurfti til framlengingar og þar skoruðu leikmenn Slavia 2 mörk gegn 1 frá Sevilla. Það var Ibrahim Traoré sem reyndist hetja Slavia þegar hann skoraði mínútu fyrir lok framlengingarinnar.

Benfica frá Portúgal komst einnig áfram eftir framlengdan slag við Dinamo Zagreb. Eftir að staðan hafði verið 1:0 að loknum venjulegum leiktíma í Portúgal í kvöld, og þar með 1:1 í einvíginu, skoraði Benfica tvö mörk í framlengingunni og tryggði sér sigur.

Þar með verða eftirtalin lið í skálinni á morgun:

Slavia Prag (Tékklandi)
Arsenal (Englandi)
Chelsea (Englandi)
Frankfurt (Þýskalandi)
Napoli (Ítalíu)
Benfica (Portúgal)
Valencia (Spáni)
Villarreal (Spáni)

mbl.is